spot_img
HomeFréttirTyson Patterson gekk frá Keflavík

Tyson Patterson gekk frá Keflavík

10:22 

{mosimage}

Stórleikur var í Iceland Express deildinni í gærkvöldi þegar KR tók á móti Keflavík.  Keflavík hafði tapað 3 leikjum í röð fyrir leikinn en KR stóð á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík. Það varð engin breyting þar á því KR unnu leikinn nokkuð örugglega 93 – 82. Stigahæstur hjá KR með stórleik var Tyson Pattersson með 25 stig, 10 stoðsendingar og 5 fráköst, næstur var Jeremiah Sola með 22 stig og 11 fráköst.  Stigahæstur hjá Keflavík var Magnús Gunnarsson með 26 stig og næstur var Ismail Muhammad með 16. Leikurinn var fjörugur og góð skemmtun út í gegn og eiga KR-ingar hrós skilið fyrir umgjörðina í kringum leikinn sem var mjög flott. 

 

Það má segja að KR-ingar hafi ekki ætlað að gera leiðina auðvelda fyrir Keflvíkinga alveg frá byrjun því þeir stilltu upp nokkrum tugum heiðurstgesta leiksinns, sem voru leikmenn minnibolta félagsinns, þar sem liðin þurftu að hlaupa í gegnum skarann þegar leikmenn voru kynntir til leiks. Þessi erfiða leið inná völlinn var að sumu leiti lýsandi fyrir sóknarleik Keflvíkinga sem var ekki til að hrópa húrra fyrir í gærkvöldi. 

Leikurinn byrjaði þó mjög fjörlega og bæði lið hlupu völlinn hratt og leikurinn samkvæmt því. Leikmenn voru ekki að nýta öll tækifærin en KR virtist þó alltaf hafa yfirhendina. Hápunktur fyrsta leikhluta var þó þegar Ismail leikmaður Keflavík  óð upp í hraðaupphlaup og tróð boltanum með nokkrum tilþrifum. KR náðu svo forustunni aftur með því að skora seinustu 4 stigin á lokasekundunum. Staðan var því 22-19  í lok fyrsta leikhluta.

 

Í öðrum leikhluta voru KR-ingar ennþá hraðari og spiluðu virkilega góða vörn sem Keflvíkingar voru í virkilegum vandræðum með.  Það sem virtist þó vanta hjá KR til að ganga frá leiknum var að hirða fráköstin sem Keflavík nýtti sér oft. KR náðu 9-1 “run-i”  á seinustu 2 minutum leikhlutans og höfðu því 8 stiga forskot í leikhlé.  Tyson Patterson spilaði virkilega vel og fór fyrir KR-ingum með ótrúlegum hraða og virtist geta gert það sem honum langaði að gera í sókninni. Keflvíkingar dreyfðu stigaskorinu vel á flesta leikmennina í fyrri hálfleik og lítið sem stóð uppúr, það var þó Ismail Muhammad sem var stigahæstur með 9 stig. Staðan í hálfleik var 48-40.

 

Keflavík virtust vera að vakna til lífsins á fyrstu mínutum þriðja leikhluta þegar þeir skora 9 stig gegn fyrsta stigi leikhlutans frá KR. Það var hins vegar búið eftir það, Keflavík skoraði ekki í rúmlega 5 minutur og KR náði mest 19 stiga forskoti. Það var ekki fyrr en eftir að Fannar Ólafsson var búinn að ganga berserskgang í teig Keflvíkinga og skora 7 stig ásamt fleiri stigum félaga hans að Arnar Freyr skoraði úr öðru vítinu sínu þegar 2 minutur voru eftir af leikhlutanum. Það virtist ekkert fara ofaní hjá Keflavík og þrátt fyrir nokkrar sóknir þar sem þeir fengu fleiri en eitt tækifæri þá virtist ekkert ganga hjá þeim gegn sterkri vörn KR. Það má svo segja að Tyson Patterson hafi toppað virkilega góða leikhluta KR með því að verja flautuskot Arnars Frey uppí stúku. Staðan eftir þriðja leikhluta var 71- 53.

 

Keflvíkingar náðu þó aðeins að sýna sitt rétta andlit í 4. leikhluta þegar þeir spiluðu pressu allan völlin og breyttu yfir í svæðisvörn í byrjun leikhlutans. Þessi breyting virtist virka ágætlega því þeir söxuðu smám saman á forskot KR með góðum leik Magnúsar Gunnarssonar sem hafði þó ekki látið mikið á sér fara fram að því.  Jeremiah Sola fékk sína fjórðu villu strax í byrjun leikhlutans sem virtist þó ekki hafa mikil áhirf á leik KR því Fannar ólafsson var að spila virkilega vel í seinni hálfleik leiksins. Leikurinn þróaðist þó þannig að þegar leið á leikhlutan voru Keflavík búin að minka munin í 13-15 stig en náðu þó aldrei mikið nær en það.  Sigur KR var í raun aldrei í hættu. Þeir unnu svo leikinn 93-82.

 

Maður leiksinns var án nokkurs vafa Tyson Pattersson sem spilaði virkilega vel allan leikinn og tók af skarið þegar KR-ingar voru í vandræðum í sókninni. Hann spilaði einnig virkilega streka vörn á Arnar Frey leikmann Keflavíkur.

 

Texti: Gísli Ólafsson

Mynd: www.kr.is/karfa – Stefán Helgi Valsson

Fréttir
- Auglýsing -