spot_img
HomeFréttirTyrkneskt stórlið boðið Martin samning

Tyrkneskt stórlið boðið Martin samning

Martin Hermannsson mun á næstunni ákveða með hvaða liði hann mun leika á komandi leiktíð. Martin mun yfirgefa Chalon/Reims og hefur sagst ætla að taka næsta skref á sínum ferli. 

 

Tyrkneska stórliðið Darussafaka hefur boðið Martin samning um að leika með liðinu samkvæmt frétt Sportando. Liðið vann EuroCup keppnina á nýliðinni leiktíð og spilar því í Euroleague á næstu leiktíð. 

 

Martin var með 13,9 stig, 2,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik með Chalon á síðustu leiktíð í frönsku efstu deild. Hann hefur sagt stefna á Euroleague og því líklegt að hann nái takmarki sínu fyrir næstu leiktíð.

 

Darussafaka endaði í sjötta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Liðið hefur spilað áður í Euroleague og margir sterkir leikmenn spilað þar í gegnum tíðina á borð við Ante Zizic. Þjálfari liðsins er Ahmet Caki sem þjálfað hefur Alba Berlín og Andalou Efes síðustu ár.

Fréttir
- Auglýsing -