spot_img
HomeFréttirTwitter logar vegna mótmæla Milwaukee Bucks - Leikmenn krefjast aðgerða

Twitter logar vegna mótmæla Milwaukee Bucks – Leikmenn krefjast aðgerða

Topplið Milwaukee Bucks mætti ekki til leiks fyrr í dag sem mótmæli gegn kerfislægu misrétti vegna litarháttar í Bandaríkjunum, en heimavöllur liðsins er aðeins 60 kílómetra frá Kenosha í Wisconsin þar sem að óvopnaður maður var skotinn í sjög skipti af lögreglu í bakið síðastliðna helgi.

Óljóst er hvort aðrir leikir dagsins fari fram, en fyrst áttu Houston Rockets að mæta Oklahoma City Thunder, en eftir hann átti að fara fram leikur Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers.

Ef eitthvað er þó að marka viðbrögð leikmanna deildarinnar við þessum mótmælum Bucks á Twitter er það mjög ólíklegt að nokkurt lið spili í kvöld/nótt.

Hér fyrir neðan má sjá hvað fyrrum og núverandi leikmenn annarra liða höfðu að segja:

https://twitter.com/JordanClarksons/status/1298721580537622533?s=20
Fréttir
- Auglýsing -