Samkvæmt blaðamanni ESPN, Adrian Wojnarowski, hafa Los Angeles Lakers og New Orleans Pelicans komist að samkomulagi sem sendir Anthony Davis til Lakers. Í staðinn fá Pelicans Lonzo Ball, Brandon Ingram, Josh Hart, fjórða valrétt nýliðavals þessa árs og þrjá fyrstu umferðar framtíðarvalrétti.
Skiptin komu ekkert sérstaklega mikið á óvart. Þar sem að Davis og talsmenn hans gáfu út í janúar að hann vildi komast til Los Angeles. Þá tókst hinsvegar ekki að ganga frá samningum við Pelicans. Síðan þá var skipt um stjórn hjá félaginu, sem náði nú að ganga frá skiptunum.
Skiptin að sjálfsögðu risastór. Davis sem er aðeins 26 ára gamall, hefur meðal annars í sex skipti verið valinn í Stjörnuleikinn og þrisvar verið í fyrsta úrvalsliði deildarinnar.
NBA Twitter svaraði fregnunum að sjálfsögðu. Hér fyrir neðan eru nokkur skemmtileg tíst frá gærdeginum og nóttinni.