Þór hefur samið við þá Mustapha Heron og Steeve Ho You Fat fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu í dag.
Mustapha hefur þegar hafið leik fyrir liðið, en hann kom inn í liðið fyrir Marreon Jackson á dögunum. Steeve kemur inn í liðið fyrir Morten Bulow sem leikið hafði með liðinu á frá upphafi tímabils, en þá var Steeve á mála hjá Haukum í Bónus deildinni.
Tilkynning:
Við bjóðum Mustapha Heron og Steeve Ho You Fat hjartanlega velkomna í Hamingjuna! Mustapha gekk til liðs við Þór um áramótin og Steeve mun spila sinn fyrsta leik með liðinu á föstudaginn þegar ÍR kemur í heimsókn i Icelandic Glacial höllina.
Við viljum þakka Marreon Jackson og Morten Bulow fyrir þeirra vinnu fyrir félagið.