spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTvöfaldur sigur Fjölnis í Dalhúsum

Tvöfaldur sigur Fjölnis í Dalhúsum

Tvíhöfði var á dagskrá í Dalhúsum í kvöld þegar að Fjölnir mætti Hamri í 1. deild karla og þar á eftir Njarðvík í 1. deild kvenna.

Leikur Fjölnis og Hamars var jafn og spennandi framan af, en aðeins stigi munaði á liðunum í hálfleik, 52-51. Heimamenn sigu þó frammúr í seinni hálfleiknum og lönduðu að lokum nokkuð öruggum 15 stiga sigri, 113-98.

Eftir leikinn er Fjölnir í öðru sæti 1. deildarinnar með 20 stig eftir fjórtán umferðir. Fjórum stigum fyrir aftan Þór, sem eru í efsta sætinu. Hamar eru hinsvegar með 14 stig í fjórða til fimmta deildarinnar ásamt Vestra.

Myndasafn (Bára)

Staðan í 1. deild karla

Seinni leikur kvöldsins, leikur Fjölnis og Njarðvíkur í 1. deild kvenna var einnig nokkuð jafn í byrjun. Fjölnir tók þó á rás í öðrum leikhlutanum og leiddi með 13 stigum í hálfleik, 42-29. Í seinni hálfleiknum gerðu þær svo vel í að halda í þá forystu og sigruðu að lokum með 14 stigum, 90-76.

Fjölnir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki á meðan að Njarðvík er í fjórða sætinu með 12 stig eftir jafn marga leiki.

Myndasafn (Bára)

Staðan í 1. deild kvenna

Úrslit dagsins

 
1. deild karla:

(25-30, 27-21, 33-25, 28-22)

Fjölnir: Marques Oliver 44/22 fráköst/6 varin skot, Srdan Stojanovic 23/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 21/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 6/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 2, Rafn Kristján Kristjánsson 0, Hlynur Logi Ingólfsson 0/4 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0.

Hamar: Everage Lee Richardson 42/6 fráköst, Oddur Ólafsson 14/8 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 11/4 fráköst, Marko Milekic 9/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 7, Florijan Jovanov 2, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Kristófer Gíslason 0, Daníel Sigmar Kristjánsson 0, Kristinn Olafsson 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurður Jónsson
1. deild kvenna:

(24-23, 18-6, 18-18, 30-29)

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 24/9 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 17/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10/5 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 8, Fanndís María Sverrisdóttir 8/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 8/4 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 7, Heiða Hlín Björnsdóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdottir 2/7 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Eiríksdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Birta Margrét Zimsen 0.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 24, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 17/4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 12/6 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 5, Eva María Lúðvíksdóttir 4, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/10 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir 1, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Stefán Kristinsson

Fréttir
- Auglýsing -