Haukar og KR tilkynntu bæði nýja formenn á dögunum.
Nýr formaður Hauka Kristinn Jónasson var kosinn á auka aðalfundi deildarinnar á dögunum Hann tekur við starfinu af Braga Magnússyni sem stýrt hafði félaginu síðustu ár. Kristinn er fyrrum leikmaður Hauka, en ásamt honum koma inn í stjórn þau þau Brynjar Þór Þorsteinsson, Helena Sverrirsdóttir, Ingi Björn Jónsson, Sara Pálmadóttir, Steinar Aronsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Aðrar breytingar á stjórn deildarinnar voru þær að Emil Örn Sigurðarson og Tobías Sveinbjörnsson gengu út.
Þá kynnti KR einnig nýjan formann og stjórn. Þar tekur Egill Ástráðsson við formennsku af Ellerti Arnarssyni, en ásamt Ellerti fer Aron Ívarsson einnig úr stjórn félagsins. Stjórn KR verður því ásamt Agli skipuð af Birni Þorlákssyni, Gunnhildi Báru Atladóttur, Hjalta Má Einarssyni, Matthíasí Orra Sigurðarsyni, Sigríði Ólafsdóttur og Sæunni Stefánsdóttur.