spot_img
HomeFréttirTveir úrslitaleikir og einn bronsleikur á dagskrá í dag í Södertalje

Tveir úrslitaleikir og einn bronsleikur á dagskrá í dag í Södertalje

Þrír leikir fara fram á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag, en öll eiga íslensku liðin möguleika á verðlaunasæti. Undir 20 ára karlalið leikur úrslitaleik við Danmörku. Tapi þeir honum enda þeir í öðru sæti mótsins. Undir 18 ára drengjalið á einnig möguleika á að vinna mótið ef þeir vinna sinn leik, en þar sem það er ekki eiginleg úrslitakeppni og samkeppni er hörð við topp riðilsins, gæti farið svo að liðið endi í 3. eða 4. sæti ef þeir tapa sínum leik. Þá leikur undir 20 ára kvennaliðið úrslitaleik um þriðja sætið.

Hérna verður hægt að horfa á leiki í beinni útsendingu

Hérna verður lifandi tölfræði

Hérna eru liðin þrjú sem keppa í Södertalje

Leikir dagsins

Norðurlandamót Södertalje

U20 Kvenna

Ísland Danmörk – kl. 09:15 / Leikur um bronsverðlaun

U20 Karla

Ísland Danmörk – kl. 11:45 / Úrslitaleikur

U18 Drengja

Ísland Svíþjóð – kl. 11:45 / Úrslitaleikur

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -