spot_img
HomeFréttirTveir svakalegir leikir á HM í dag

Tveir svakalegir leikir á HM í dag

Í dag lýkur átta liða úrslitum HM á Spáni með tveimur svakalegum leikjum. Fyrri viðureign dagsins er Serbía-Brasilía sem hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og svo eigast við heimamenn á Spáni og Frakkar en sá leikur hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma.
 
 
Serbar fóru örugglega gegnum Grikki í 16-liða úrslitum og Brasilíumenn skelltu grönnum sínum frá Argentínu með 20 stiga sigri. Spánverjar lentu aldrei í veseni með Senegal þar sem lokatölur voru 89-56 en Frakkar mörðu Króata 69-64 og skriðu í úrslit.
 
Einstaklingsframtakið vantar ekki á HM en Josea Barea leikmaður Púertó Ríkó leiðir mótið í stigaskori með 22,0 stig að meðaltali í leik. Næstir á listanum eru Andray Blatche hjá Filippseyjum og Króatinn Bojan Bogdanovic báðir með 21,2 stig að meðaltali í leik.
 
Mynd/ FIBA: Frakkar mega heldur betur töfra fram stórleik til að leggja Spánverja í höfuðstað sínum í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -