Vikan var góð hjá meistaraflokki kvenna í Ármanni. Þær unnu gífurlega mikilvægan útileik gegn KR síðasta þriðjudag og fylgdu því eftir með flottum sigri á Selfossi á föstudagskvöld í Höllinni. Þær eru því komnar í draumastöðu í fyrstu deild kvenna.
![Ragn](https://ci3.googleusercontent.com/meips/ADKq_Nb467lxi8ySIqs08e_NGMhhGZvA7QpGuU92hCN2i5aFHCiNZAK7wO19GhVbIOIYYMMlgjufRPEKEIb6FEf7IL8-s2gA0u4D2MfHFotm5PojZNqzMF8iNIM=s0-d-e1-ft#https://vett.is/public/uploads/blogs/ragnhildurskot-1738975260.jpg)
Leikurinn á þriðjudag var virkilega skemmtilegur og spennandi. Bæði lið vissu hvað var í húfi og það var mjög vel mætt á pallana í KR heimilinu. Eftir jafnan leik náði Ármann 10 stiga forystu í tvígang í seinni hálfleik en baráttuglaðar KR konur gáfust ekki upp og náðu að koma til baka. Ármann náði þó að hanga á forskotinu í lokin og landaði gífurlega mikilvægum sigri og 2ja leikja forystu á KR sem er í öðru sæti deildarinnar. Lokatölur 74-76 fyrir Ármanni.
Þessi lið hafa verið töluvert framar öðrum liðum í 1. deild kvenna í vetur og því líklegt að þarna hafi í raun verið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.
![Jónína](https://ci3.googleusercontent.com/meips/ADKq_NZth7z6_6Pg8bjqx6d8C66WbL8_Z7CxR00PKfScZlwZNx02bPiffKoKL5_ZZvCmeGJvhlqCrylH_yW0_ubx1-Hh1cDgjbWnR2NcPj1Io5W7rNc=s0-d-e1-ft#https://vett.is/public/uploads/blogs/joniviti-1738975114.jpg)
Ármann má þó ekki misstíga sig í öðrum leikjum og á föstudagskvöldið mættu þær spræku Selfossliði sem hefur átt fínt tímabil í vetur þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Leikurinn var jafn framan af en Ármann seig þó hægt og örugglega fram úr og landaði flottum sigri 86-54.
![Alarie](https://ci3.googleusercontent.com/meips/ADKq_Nazen9R8nJwKJUy8NOEtTwdCnSZP272hODGWQ1sKwjuid1yfazfcQ5Pxy_tVODTxpe3IJuUlsAcrK7BseE41ZKWT0O-rzsdyyU-KJt6alPx=s0-d-e1-ft#https://vett.is/public/uploads/blogs/alarie-1738975201.jpg)
Jónína Þórdís var með þrennu, 15 stoðsendingar, 14 stig og 10 fráköst. Alarie Mayze skoraði 22 stig og tók 9 fráköst og Charlotta Ellenrieder skoraði 17 stig og tók 11 fráköst fyrir Ármann.
![Lotte](https://ci3.googleusercontent.com/meips/ADKq_NYrpiX_ZH9_JjqYkhzb30zVCKzD6GxMezJVvEJE-lhLWgXJ0vd4_D3g5BTfh2GWOxOZ3KYehVGnQz7Vo3Y-AMc8X_s8D3eNRtokCiL7rbTpVeQ=s0-d-e1-ft#https://vett.is/public/uploads/blogs/lottelay-1738975158.jpg)
Hjá Selfossi var Eva Rún Dagsdóttir stigahæst með 18 stig og Valdís Una Guðmannsdóttir skoraði 17.
Stöð 2 sport gerði vel og sýndi báða þessa leiki í beinni útsendingu.