spot_img
HomeFréttirTveir sigrar Grindavíkur í Hveragerði

Tveir sigrar Grindavíkur í Hveragerði

7:38

{mosimage}

Í dag [gær] tapaði kvennalið Hamars fyrir Grindavíkurstúlkum í IcelandExpressdeild kvenna 68-81 og nú í kvöld tapaði karlalið Hamars/Selfoss fyrir karlaliði Grindavíkur í IcelandExpressdeild karla 71-77

Karlaleikurinn fór ágætlega af stað hjá okkur. Jonathan Griffin opnaði leikinn með þrist fyrir gestina en við skoruðum síðan næstu 8 stigin en Grindavík svaraði með 5 stigum, og síðan skiptust liðin á körfum og var staðan eftir fyrsta leikhluta 19-19 og allt stemdi í hörkuleik.

J. Griffin byrjaði annan leikhlutann og skoraði góð 2 stig, en Svavar svaraði að bragði með góðum tvist. Páll Kristins og Páll Axel skoruðu 2 stig hvor á móti 2 stigum frá Byrd, en í stöðunni 23-25 tóku okkar strákar sig á, bæði í vörn og sókn og skoruðu 8 stig í röð og staðan 31-25. Calvin Clemmons minnkaði muninn í 31 -27 en þá setti Bojan tvo góða þrista í röð og svavar setti síðan niður góða körfu og staðan 39-27. Páll Axel minnkaði muninn í 10 stig, en Byrd fór á línuna og hitti úr seinna skotinu. J. Griffin setti síðan niður þrist og slúttaði fyrri hálfleiknum, staðan 40-32.

í upphafi seinni hálfleiks tóku Grindvíkingar völdin og skoruðu 9-0 og komust yfir 40-41. Byrd kom okkur yfir 42-41 en Grindavík svaraði með 2 körfum. Byrd minnkaði muninn aftur í 44-45 en Þorleifur skoraði þá og fékk villu að auki, en nýtti ekki vítaskotið. Byrd minnkaði enn muninn 46-47 og Bojan setti þrist og kom okkur yfir 49-47. Páll Axel svaraði með þrist og Þorleifur setti 2 stig í næstu sókn. Bojan setti þá niður góða körfu, Svavar fór á línuna og setti seinna niður og Rikki setti síðan góðan þrist og staðan því 55-52 og lítið eftir af þriðja leikhluta. J. Griffin keyrði þá að körfunni okkar, skoraði og fékk vítaskot sem hann setti niður og jafnaði leikinn 55-55.

í fjórða leikhluta skiptust liðin nokkuð á að skora og sáu Rikki, Svavar og Byrd um að skora öll 16 stigin okkar í fjórðungnum. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 71-68 fyrir okkur, en við glopruðum því niður. Þorleifur skoraði 4 stig í röð og kom Grinvíkingum yfir 71-72. Svavar átti mislukkað skot þegar skotklukkan var að renna út og eftir nokkuð fálm fór J. Griffin á línuna og setti bæði vítin niður. Pétur tók leikhlé og setti upp eitthvað kerfi, en Byrd átti lélega sendingu í öxlina á Byrd og náði Páll Kristins boltanum og braut Rikki á honum og setti hann  fyrra vítið niður og Páll Axel náði að slá frákastinu í Hamarsmann og Grindavík átti boltann. Páll Axel fékk boltann úr innkastinu og var strax brotið á honum og setti hann bæði niður og Lalli átti síðan möguleika á að laga stöðuna er hann reyndi þrist í blálokin en hann fór af og Marvin náði ekki að fylgja á eftir og 6 stiga sigur Grindvíkinga því raunin.

 

Svavar var stigahæstur í kvöld með 18 stig og 6 fráköst.
Byrd (13 fáköst, 3 varin skot, 3 stolnir bolta) og Bojan (12 fráköst) komu næstir með 14 stig
Rikki og Marvin skoruðu 10 stig, en Lalli náði ekki að skora nema 3 stig, en gaf aftur á mót 9 stoðsendingar. Haddi skoraði líka bara 2 stig, og hefði mátt skjóta meira.

www.hamarsport.is

Mynd: www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -