Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 14 leikmenn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem leikur tvo leiki gegn Slóvakíu og Bosníu hér heima í nóvember.
Í æfingahóp landsliðsins nú eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir leikmaður Stjörnunnar og Sigrún Björg Ólafsdóttir leikmaður Hauka.
Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu.
Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Leikmaður Félag S Hæð F.ár Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell F 177 1992 19
Birna Valgerður BenýsdóttirKeflavík M 185 2000 7
Briet Sif Hinriksdóttir Stjarnan B 174 1996 Nýliði
Embla Kristínardóttir Keflavík B 170 1995 14
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur B 180 1992 16
Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell F 176 1990 27
Hallveig Jónsdóttir Valur B 180 1995 12
Helena Sverrisdóttir CEKK Cegléd F 184 1988 68
Hildur Björg KjartansdóttirCelta de Vigo F 188 1994 23
Ragnheiður Benónísdóttir Stjarnan M 188 1994 4
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar B 174 2001 Nýliði
Sigrún Sjöfn ÁmundardóttirSkallagrímur F 181 1988 51
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik B 175 1995 4
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar B 173 1997 8
Aðrir leikmenn:
Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópin, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni.
Nánar er hægt að lesa um undankeppnina hér.