Tveir leikir fara fram í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í dag.
ÍR tekur á móti Þór í Hellinum og í MGH í Garðabæ mætast Stjarnan og Grindavík.
Á morgun munu hinir tveir leikir 8 liða úrslitanna svo fara fram, en þar munu Haukar heimsækja Keflavík og Valur fær bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn.
Leikir dagsins
VÍS bikarkeppni karla
ÍR Þór – kl. 19:15
Stjarnan Grindavík – kl. 19:30
