spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTveir í bann eftir mikið hita úrslitaeinvígi

Tveir í bann eftir mikið hita úrslitaeinvígi

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst í dag að niðurstöðu í þremur málum sem henni bárust til úrlausna.

Niðurstöðurnar má sjá hér fyrir neðan, en í tveimur þeirra er um að ræða eins leiks bann og í því þriðja er um áminningu að ræða.

Allar niðurstöðurnar eru úr sama leik úrslitaeinvígis Leiknis og Fylkis í 2. deild karla og þar sem því tímabili lauk með sigri Fylkis má gera því skóna að leikmennirnir sem fengu bann muni hefja næsta tímabil í borgaralegum klæðum.

Agamál 67/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Elvar Hjartarson, leikmaður Aþenu/Leiknis, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Aþenu/Leiknis gegn Fylki, sem fram fór þann 10 apríl 20285.

Agamál 68/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hjörtur Logi Þorgeirsson,leikmaður Fylkis, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Aþenu/Leiknis gegn Fylki, sem fram fór þann 10 apríl 2025.

Agamál 69/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðjón Ari Logason,leikmaður Aþenu/Leiknis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Aþenu/Leiknis gegn Fylki, sem fram fór þann 10 apríl 2025.

Fréttir
- Auglýsing -