spot_img

Tveir í bann

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Í báðum tilvikum voru leikmenn dæmdir í bann, en annars vegar er það leikmaður Hattar í Bónus deild karla Matej Karlovic sem fær tveggja leikja bann og þá fær Arnór Bjarki Eyþórsson leikmaður Selfoss í fyrstu deild karla eins leiks bann.

Agamál 58/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Matej Karlovic, leikmaður Hattar, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hattar gegn Þór Þorlákshöfn, sem fram fór þann 6 mars 2025.

Agamál 60/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnór Bjarki Eyþórsson, leikmaður Selfoss, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Sindra gegn Selfoss, sem fram fór þann 13 mars 2025.

Fréttir
- Auglýsing -