Tindastóll ætlar að tefla fram tvem erlendum leikmönnum í liði sínu á næsta tímabili í Dominos deild karla. Jose Maria getur einungis spilað einum leikmanni í einu á vellinum en þetta eykur breiddina í liðinu gríðarlega. Þetta kemur fram á Feykir.is í dag.
Ekki var breiddin slæm því fyrr í sumar höfðu þeir bætt við sig þeim Björgvin Hafþór Ríkharðssyni frá ÍR, Chris Caird frá FSU og Austin Bracey frá Snæfell. Þá hefur liðið misst þá Darrell Flake, Darrel Lewis og Ingva Rafn frá liðinu og því nokkrar breytingar.
Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar en fór í undanúrslit gegn Haukum en töpuðu einvíginu 3-1.
Yfirlýsing frá Tindastól í heild sinni:
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið tvo fyrnasterka leikmenn fyrir komandi átök í Domino's deildinni Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester. Pape er Senigali fæddur 1992 en Kurtis sem er 26 ára kemur frá Miami í Florida.
Pape hefur leikið á spáni undanfarin ár og þekkir þjálfari Tindastóls, Jose Maria, vel til kappans en hann þjálfaði leikmannin í 3 ár á Tenerife. Pape er 205 cm alhliða leikmaður sem kemur til með að hjálpa liðinu í mörgum stöðum á vellinum.
Hester er kraft framherji, rétt tæplega tveggja metra hár, og hefur líkt Pape, leikið á spáni undanfarin ár. Á síðastliðnu tímabili lék hann með Miami Midnites sem leikur í fba deildinni. Er vinna núna í fullum gangi með pappíra fyrir þessa kappa og vonandi verða þeir komnir hingað í Skagafjörðinn öðruhvorumegin við mánaðarmótin.