spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTveimur sigrum frá meistaratitil í Sviss

Tveimur sigrum frá meistaratitil í Sviss

Danielle Rodriguez og Fribourg lögðu Nyon í fyrsta leik úrslita svissneska úrslitaeinvígisins, 89-73.

Danielle átti stórleik fyrir Fribourg í þessum fyrsta leik úrslita, var með 22 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar, 2 stolna bolta og varið skot á rúmum 37 mínútum spiluðum.

Þrjá sigra þarf til að tryggja sér svissneska meistaratitilinn, en næst mætast liðin á morgun mánudag á heimavelli Nyon.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -