Fyrsta leik Sindra og Þróttar V. í úrslitakeppni 1. deildar karla hefur verið frestað öðru sinni, en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær. Unnið verður áfram að því að finna nýjan leiktíma.
Fyrsta leik Snæfells og Tindastóls í umspili 1. deildar kvenna sem var á dagskrá í kvöld hefur einnig verið frestað, en verður leikinn annað kvöld kl. 19:15 í Stykkishólmi.
Leikur Aþenu og KR sem fara á fram í kvöld er ennþá á dagskrá og mun að öðru óbreyttu fara fram.