spot_img
HomeFréttirTveggja stiga tap í fyrsta leik í Konya

Tveggja stiga tap í fyrsta leik í Konya

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tveggja stiga tap gegn Bosníu og Hersegóvínu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Konya í Tyrklandi.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 10 stig, 10 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Henni næst var Hulda María Agnarsdóttir með 13 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í riðlakeppni mótsins, en næst leika þær á morgun föstudag kl. 13:30 gegn Eistlandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -