Fjölnir fékk Sindra í heimsókn í kvöld. Heimamenn er nýbúnir að ráða nýjan þjálfara, Baldur Má Stefánsson en hann stýrði þó ekki liðinu í kvöld. Það var Eggert Maríuson, fyrrum aðstoðarþjálfari Borche sem var með liðið í kvöld.
Fjölnir byrjað miklu betur og lék við hvern sinn fingur og það var eins og gestirnir væru hreinlega ekki mættir. Fyrsti leikhluti fór 37-21. Í örðum leikhluta var allt annað að sjá Sindra menn og áttu þeir mjög gott áhlaup og átu upp forystu Fjölnis jafnt og þétt en heimamenn áttu góðan endasprett og fóru liðin til leikhlés í stöðunni 57-48.
Seinni hálfleikur byrjað mjög jafn, Fjölnismenn leiddu lengst af en þegar leið á lokamínúturnar þá áttu heimamenn ekki svör við hröðum leik Sindra sem var líka að hitta mjög vel. Það fór svo að gestirnir höfðu sigur, 104-106 voru lokatölur.