spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Tvær leiðir fyrir Ísland á lokamót EuroBasket 2025

Tvær leiðir fyrir Ísland á lokamót EuroBasket 2025

Ísland tekur annað kvöld kl. 19:30 á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrir leikinn er Ísland í vænni stöðu, þar sem farmiði á lokamótið er enn í þeirra höndum. Reyndar var staðan enn betri fyrir leik fimmtudagsins gegn Ungverjalandi, en áhrif þess að Ísland tapaði þeim leik urðu þær að leiðunum til að tryggja sig áfram fækkaði úr þremur í tvær.

Staðan í riðlinum

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Hér fyrir neðan má sjá leiðirnar þrjár, en líkt og tekið var fram missti Ísland af möguleikum annarar leiðarinnar á fimmtudaginn.

Fyrsta:

Ísland vinnur annan hvorn leik sinn, gegn Ungverjalandi á fimmtudag eða heima gegn Tyrklandi á sunnudag.

Önnur:

Ísland tapar fyrir Ungverjalandi með innan við fimm stigum á fimmtudag og þá skiptir ekki máli hvort liðið vinnur eða tapar heima gegn Tyrklandi á sunnudag þar sem þá eiga þeir innbyrðisstöðuna gegn Ungverjalandi.

Þriðja:

Ísland tapar með meira en fimm stigum úti í Ungverjalandi á fimmtudag og heima gegn Tyrklandi á sunnudag. Ungverjalandi tekst hinsvegar ekki að vinna seinni leik sinn í glugganum gegn Ítalíu.

Fréttir
- Auglýsing -