spot_img
HomeFréttirTuttugu stiga tap gegn Búlgaríu

Tuttugu stiga tap gegn Búlgaríu

Undir 18 ára drengjalið Íslands tapaði fyrr í dag fyrir Búlgaríu í fyrsta leik keppninnar um 9-16 sæti B-deildar evrópumótsins. Ísland mun því leika um 13-16 sæti keppninnar á næstu dögum. 

 

Ísland byrjaði frábærlega, hélt liði Búlgaríu í tíu stigum í fyrsta leikhluta og leiddi að honum lokum. Því miður var skelfilegur annar leikhluti banabiti Íslands í dag því þar lenti liðið ansi langt undir og tókst ekki að ná takti eftir það. Lokastaðan var 81-61 tap gegn Búlgaríu. 

 

Þorlákshafnarbúinn Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur hjá Íslandi í dag með 16 stig. Þá var Sigvaldi Eggertsson með 14 stig en liðið hitti heldur illa í leik dagsins auk þess sem liðið varð algjörlega undir í frákastabaráttunni

 

Tapið þýðir að Ísland leikur um 13-16 sæti mótsins og fer fyrri leikurinn fram á morgun. Þar mætir liðið Noregi kl 14:30. Ísland lék einnig gegn Noregi á Norðurlandamótinu sem fram fór fyrir mánuði. Þar tapaði Ísland með ellefu stigum og á því harma að hefna í leik morgundagsins. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -