Danielle Rodriguez og Fribourg komust aftur á sigurbraut er liðið lagði Espérance Sportive Pully í svissnesku úrvalsdeildinni, 87-54.
Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 20 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.
Fribourg eru eftir leikinn í efsta sæti efri hluta deildarinnar, en síðan henni var skipt upp hafa þær unnið þrjá leiki og tapað einum.