spot_img
HomeFréttirTurkoglu tryggði Toronto sigur á Lakers

Turkoglu tryggði Toronto sigur á Lakers

Meistaramaskína LA Lakers heldur áfram að hökta og í nótt töpuðu þeir fyrir Toronto Raptors þar sem Hedo Turkoglu tryggði eins stig sigur með tveimur vítum þegar rúm sekúnda var til leiksloka.
 
Á meðan unnu LA Clippers góðan sigur á Washington og fyrr um kvöldið unnu Dallas Mavericks 50 stiga sigur á NY Knicks.
 
 
Þessi leikur minnti frekar á jarðarför þar sem Knicks veittu ekki einu sinni mótspyrnu á meðan Mavericks, án tveggja byrjunarliðsmanna, völtuðu yfir þá. Þetta var aukinheldur stærsti sigur í sögu Dallas Mavericks.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
New York 78 Dallas 128
Washington 78 LA Clippers 92
Toronto 106 LA Lakers 105
 
 
Fréttir
- Auglýsing -