spot_img
HomeFréttirTurkoglu sennilega til Portland

Turkoglu sennilega til Portland


22:33:40
Framherjinn Hedo Turkoglu hefur ákveðið að söðla um og fanga til liðs við Portland Trail Blazers ef marka má nýjustu fréttir. Tyrkinn knái er mikill styrkur fyrir hið unga og efnilega lið Blazers, en hann gerði um 17 stig, var með 5 fráköst og gaf um 5 stoðsendingar að auki í vetur, auk þess sem hann var einn af lykilmönnum Orlandi Magic sem komust í úrslit gegn LA Lakers í vor.

 

 

Turkoglu átti eitt ár eftir af samningi sínum við Orlandi en gat sagt honum upp og var almennt talið að það yrði raunin til að þrýsta á um að fá hærri laun eftir frammistöðuna í úrslitakeppninni. Það breyttist hins vegar þegar Vince Carter var fenginn til Orlando, og hóf Turkoglu þá að líta í kringum sig.

 

Fyrir utan að vera firnagóð skytta er hann hávaxinn mjög, miðað við að hann getur líka leikið bakvörð og komið upp með boltann, þannig að hann skapar jafnan mikinn usla í vörn andstæðinganna. Horfa Blazers væntanlega til þess að hann og Brandon Roy eigi eftir að skapa hættulegt tvíeyki, enda er Roy að sanna sig sem einn besti leikmaður deildarinnar, og mikill efniviður er í Portland til að setja saman firnasterkt lið á komandi árum.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -