Tryggvi Snær Hlinason fer nú á milli liða í NBA deildinni og sýnir listir sínar á æfingum hjá liðunum. Líkt og við greindum frá hefur hann nú þegar æft hjá Phoenix Suns og Denver Nuggets.
Í dag mun hann svo æfa með Dallas Mavericks. Benedikt Guðmundsson núverandi þjálfari KR í Dominos deild kvenna og fyrrum þjálfari Tryggva hjá Þór Akureyri sagði frá því í gær að Tryggvi hefði klæðst treyju Dallas Mavericks á sínum fyrstu æfingum. Treyjan sú var frá Jón Arnóri Stefánssyni, en hafði farið nokkuð langa leið til Tryggva.
Fyrir 14 árum lét @jonstef9 mig hafa nokkrar Dallas treyjur þegar hann var þar. Ég gaf @lubjark eina sem var 4XL. Þegar ég tók við Þór Ak var þessi treyja í notkun af ungum leikmanni liðsins sem var nýbyrjaður. Þessi drengur er að fara á æfingu hjá Dallas á morgun. #NBADraft pic.twitter.com/0ysAHroq7O
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) June 14, 2018
Á æfingunni í gær voru fjölmiðlamenn greinilega nokkuð hrifnir af Tryggva og fékk hann nokkra athylgi. Að sjálfsögðu var hann spurður útí Íslenska knattspyrnulandsliðið sem spilar á heimsmeistaramótinu á næstu dögum. Viðtalið má finna hér að neðan:
Tryggvi Hlinason https://t.co/fmxEysEdtu
— Jeff Morton _x1f3f3_?_x1f308_ (@KingOfThornton) June 14, 2018
Mynd / NBA.com