spot_img
HomeFréttirTryggvi spilar með Raptors í kvöld - Spáð byrjunarliðssæti

Tryggvi spilar með Raptors í kvöld – Spáð byrjunarliðssæti

Sumardeildin í NBA deildinni hófst á dögunum í Las Vegas. Íslenskir körfuknattleiksáhugamenn eru sérlega spenntir fyrir keppninni í ár en ástæðan fyrir því er góð. 

 

Tryggvi Snær Hlinason frá Svartárkoti í Bárðadal hefur leik í kvöld með liði Toronto Raptors í Sumardeildinni í kvöld. Tryggvi var ekki valinn í NBA nýliðavalinu á dögunum en samdi við Toronto um að leika með liðinu í sumardeildinni. 

 

Leikurinn í kvöld hefst kl 19:30 að Íslenskum tíma og hægt er að kaupa aðgang að leikjunum í gegnum NBA deildina. Toronto Raptors mætir þá liðið New Orleans Pelicans. Næsti leikur liðsins er svo gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag kl 19:00. 

 

Nick Nurse nýráðinn aðalþjálfari Toronto Raptors stjórnar liðinu í Sumardeildinni en það er ekki vaninn að aðalþjálfarar stjórni liðum í Sumardeildinni. Hann segist hinsvegar vera það spenntur fyrir því að mæta til vinnu að hann hafi ákveðið að stjórna liðinu sjálfur. Stærsta stjarna Toronto Raptors í þessari keppni er OG Anunoby sem var valinn með valrétt 23 af Toronto í nýliðavalinu fyrir ári síðan og átti fínt tímabil með Kanadaliðinu.  Toronto átti engan valrétt í nýliðavalinu í ár. 

 

Stuðningsmannasíða Toronto Raptors – Raptorshq hitar upp fyrir leikinn með löngum pistli í dag. Þar spá þeir því að Tryggvi Hlinason verði í byrjunarliði liðsins í þessum fyrsta leik mótsins. Það verður því gríðarlega spennandi að fylgjast með Tryggva á þessu sviði í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -