spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær setti félagsmet í troðslum í vetur

Tryggvi Snær setti félagsmet í troðslum í vetur

Miðherji Casademont Zaragoza í ACB deildinni á Spáni og íslenska landsliðsins Tryggvi Snær Hlinason setti félagsmet í troðslum á nýliðnu tímabili. Í þriggja stiga sigri Zaragoza þann 23. apríl í 30. umferð deildarinnar gegn Breogan tróð Tryggvi í 122. skiptið fyrir Zaragoza frá því hann kom þangað tímabilið 2019-20, en enginn leikmaður þeirra hefur áður náð að troða boltanum oftar. Fyrsta tímabilið með Zaragoza tróð hann í 25 skipti, 2020-21 í 58 skipti og nú á síðasta í 44 skipti.

Zaragoza bjargaði sér frá falli þetta tímabilið, en tvísýnt var með það alveg fram í lokaumferðina hvort að liðið héldi velli. Í henni vann liðið þó frækinn sigur á Murcia, 72-77 og verða því áfram í deild þeirra bestu á Spáni á næsta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -