Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld Start Lublin í Meistaradeild Evrópu, 94-82. Zaragoza hafa því unnið D riðil mótsins og halda áfram í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar.
Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær átta stigum, 8 fráköstum og tveimur vörðum skotum. Dregið verður í úrslitakeppni keppninnar þann 2. febrúar.