Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza höfnuðu í fjórða sæti Meistaradeildar Evrópu eftir 70-65 tap fyrir Dijon í gær í leik um þriðja sætið.
Úrslitahelgin var öll leikin í Grikklandi, en Zaragoza tapaði fyrir heimamönnum í AEK í undanúrslitunum áður en þeir biðu lægri hlut gegn franska liðinu Dijon í gær.
Í úrslitaleiknum unnu fyrrum félagar leikmanns Stjörnunnar Ægis Þórs Steinarssonar frá Spáni San Pablo Burgos lið AEK Athens, 85-74.
Þrátt fyrir tapið komust tilþrif Tryggva úr 8 liða úrslitunum á lista þeirra 10 bestu, en þau er hægt að sjá hér fyrir neðan.