Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Sassari í kvöld í FIBA Europe Cup, 89-91, en leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í annarri umferð keppninnar.
Tryggvi Snær lék rúmar 24 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 12 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti, en hann var með 100% skotnýtingu í leiknum.
Næsti leikur Bilbao í keppninni er þann 10. desember gegn Cholet heima á Spáni.