spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Tryggvi Snær: Held það verði mjög góð stemning hérna á morgun

Tryggvi Snær: Held það verði mjög góð stemning hérna á morgun

Íslenska landsliðið kom til Ungverjalands í dag til þess að leika gegn heimamönnum á morgun í næst síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025.

Ansi mikið er undir hjá liðinu sem hefur síðustu daga æft í Berlín í Þýskalandi, en vinni þeir leikinn fara þeir á lokamót keppninnar sem er í lok ágúst.

Þeir loka svo undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Karfan kom við á æfingu liðsins í keppnishöllinni í Szobathely og ræddi við leikmann Íslands Tryggva Snæ Hlinason um leikinn stóra og hvernig liðið sé að koma saman í þessum síðasta glugga keppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -