Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza sigruðu í kvöld Nizhny Novgorod í Meistaradeild Evrópu í framlengdum leik, 92-98. Zaragoza eftir leikinn sem áður í efsta sæti D riðils keppninnar með fjóra sigra og eitt tap það sem af er tímabili.
Á rúmum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 10 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 3 vörðum skotum. Síðasti leikur riðlakeppninnar er þann 19. janúar, en þá tekur Zaragoza á móti Pszczólka Start Lublin heima á Spáni.