Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Manresa í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 65-72.
Zaragoza eru eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 4 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 16 mínútum spiluðum í leiknum var Tryggvi með 2 stig, 8 fráköst, stoðsendingu og 3 varin skot.
Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 14. janúar gegn Tenerife.