Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao tryggðu sig áfram í undanúrslit FIBA Europe Cup með samanlögðum sigri gegn Tofas í Tyrklandi.
Leik kvöldsins tapaði Bilbao þó með 9 stigum, 102-93, en þann fyrri höfðu þeir unnið með 12 stigum í Bilbao og unnu þeir því samanlagðan þriggja stiga sigur, 177-174.
Tryggvi var framlagshæstur leikmanna Bilbao í leik kvöldsins með 17 framlagsstig, en hann skilaði 12 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.
Undanúrslit keppninnar verða leikin heima og heiman 26. mars og 2. apríl, en þar mun Bilbao mæta liði Dijon frá Frakklandi.