spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær Evrópumeistari með Bilbao

Tryggvi Snær Evrópumeistari með Bilbao

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao unnu FIBA Europe Cup í kvöld, en úrslitaleikirnir voru heima og heiman gegn gríska liðinu PAOK.

Fyrri leik liðanna hafði Bilbao unnið með sjö stigum á Spáni, en þeim seinni töpuðu þeir í Grikklandi með aðeins tveimur stigum. Mikil spenna, en niðurstaðan að lokum fimm stiga sigur Bilbao í einvíginu.

Tryggvi Snær átti flottan leik fyrir Bilbao í kvöld, en hann hefur verið að koma til baka úr meiðslum síðustu daga. Á 16 mínútum spiluðum skilaði hann 7 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -