spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær eftir endurkomusigur gegn Hollandi "Við vildum bara hafa þetta spennandi...

Tryggvi Snær eftir endurkomusigur gegn Hollandi “Við vildum bara hafa þetta spennandi leik og klára þetta fallega.”

Ísland lagði Holland í einkennilegum leik í undankeppni HM 2023 í Ólafssal í kvöld, 67-66. Íslenska liðið lenti mest 16 stigum undir en náðu að sækja sigurinn á lokamínútunum. Fyrir leik voru Ísland, Ítalía og Holland öll tryggð áfram úr H-riðlinum hvernig sem leikirnir færu, enda hefur Rússlandi, fjórða liðinu í riðlinum, verið meinað að taka frekari þátt í undankeppninni sökum innrásar Rússlands í Úkraínu. Sigurinn setur Ísland tímabundið í efsta sætið í riðlinum. Ísland er komið áfram með þrjá sigra í fjórum leikjum og á því enn góða möguleika á að komast á HM 2023.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Tryggva Snæ Hlinason eftir leikinn. Tryggvi Snær var öflugur fyrir Ísland í kvöld, skilaði 20 stigum, 11 fráköstum og þá bætti hann við 3 vörðum skotum. Önnur góð frammistaða hjá honum í Ólafssal í þessari undankeppni.

“Við vildum bara hafa þetta spennandi leik og klára þetta fallega.”
Fréttir
- Auglýsing -