spot_img
HomeFréttirTryggvi orðaður frá Valencia

Tryggvi orðaður frá Valencia

Mikið hefur gengið á hjá Tryggva Snæ Hlinasyni síðustu vikur en hann var á meðal leikmanna sem voru í NBA nýliðavalinu þetta árið. Hann var því miður ekki valinn en Toronto Raptors sömdu við hann um að leika í Sumardeild NBA í Las Vegas þar sem hann hefur verið síðustu daga. 

 

Tryggvi samdi við Valencia fyrir síðasta tímabil og gerði þá fjögurra ára samning þar sem tvö fyrstu árin eru staðfest. Vefsíðan Sportando greinir frá því svo þessa stundina að áhuginn á Tryggva á Spáni sé mikil og hafi Valencia fengið nokkrar fyrirspurnir um leikmanninn. 

 

Blaðamaðurinn Chema de Lucas greinir frá því að möguleiki sé á að Tryggvi sé á leið frá Valencia en ekki kemur fram hvort um sé að ræða tímabunið eða alfarið. Spænsku liðin Monbus Obradoiro og MoraBanc Andorra eru talin líklegust til að hreppa Tryggva fari svo að liðið leyfi honum að fara. 

 

Valencia féll úr leik í átta liða úrslitum á síðustu leiktið og missti þar með þátttökurétt sinn í Euroleague fyrir næstu leiktíð. Liðið mun því spila í EuroCup sem er einnig sterk evrópukeppni. Spænska stórliðið hefur þó látið miðherjan Tibor Pleiss fara frá liðinu og því voru vonir um að Tryggvi fengi fleiri tækifæri með liði Valencia. 

Fréttir
- Auglýsing -