spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi og félagar í úrslit FIBA Europe Cup

Tryggvi og félagar í úrslit FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao eru konir í úrslit FIBA Europe Cup eftir 10 stiga samanlagðan sigur gegn Dijon í undanúrslitum.

Fyrri leiknum tapaði Bilbao í Frakklandi, 58-77, en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu þann seinni á Spáni í kvöld, 97-68.

Tryggvi Snær var reyndar fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla, en hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna vöðvameiðsla.

Miðað við það sem félagið hefur látið frá sér eru þó einhverjar líkur á að Tryggvi verði með liðinu í úrslitum keppninnar, þar sem þeir mæta PAOK frá Grikklandi heima og heiman, 16. og 23. þessa mánaðar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -