Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu ESSM Le Portel í FIBA Europe cup í kvöld, 74-65.
Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 7 stigum, 4 fráköstum og 2 vörðum skotum.
Leikurinn var hluti af annarri umferð riðlakeppni mótsins, en eftir leikinn er Bilbao efst í sínum riðil með þrjá sigra og ekkert tap það sem af er keppni.