Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Barcelona í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 85-83.
Á rúmum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 9 stigum og 7 fráköstum.
Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Zaragoza sem berjast í neðri hluta deildarinnar og eru sem stendur tveimur sigrum fyrir ofan fallsætin.