Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza töpuðu í gærkvöldi fyrir San Pablo Burgos, 86-100, í fjórðu umferð spænsku ACB deildarinnar. Zaragoza er eftir umferðina með einn sigurleik og þrjá tapaða.
Tryggvi Snær var með atkvæðameiri mönnum í liði Zaragoza í leiknum, skilaði 10 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 vörðum skotum á 20 mínútum spiluðum.
Það er stutt á milli leikja hjá Zaragoza, en næst mun liðið leika í deildinni gegn Acunas GBC annað kvöld.