spot_img
HomeFréttirTryggvi kominn til Spánar

Tryggvi kominn til Spánar

Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn efnilegi, er mættur til Spánar og farinn að hefja æfingar með Valencia körfuboltaliðinu í efstu deild á Spáni. Valencia birtir mynd af Tryggva á Twitter að því tilefni í dag og má með sanni segja að drengurinn líti fantavel út í appelsínugulu. Með myndinni segir að Tryggvi sé fyrstur til að mæta eftir Eurobasket.

 

Tryggvi átti fína innkomu á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu í Helsinki með rúmlega 4 stig og um 3 fráköst á aðeins 11 mínútum. Tryggvi var einnig drjúgur í varnarleik liðsins með varið skot og breyttir ótal fleirum auk þess að stela 3 boltum í keppninni. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -