Tryggvi Snær Hlinason lék sinn þriðja leik með Toronto Raptors í sumardeild NBA í gærkvöldi. Andstæðingarnir voru Oklahoma City Thunder.
Því miður kom Tryggvi ekki við sögu í þessum leik og var einn af þremur leikmönnum sem léku ekkert í Kanadaliðinu. Toronto tapaði leiknum 82-92 og eru nú búnir að tapa öllum þremur leikjum sínum á mótinu.
Tryggvi lék fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag og tók eitt frákast. Það eru einu mínúturnar sem Tryggvi hefur fengið á mótinu en hann er að kynnast hraðanum og íþróttamennskunni á þessu sviði.
OG Anunoby hefur heillað gríðarlega í liði Toronto Raptors á þessu móti og skarað framúr. Fleiri leikmenn í liðinu hafa ekki hlotið nægilega athygli en ljóst er að Nick Nurse, nýr þjálfari Toronto er að prófa nýja hluti með liðinu á mótinu.