spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi hlaut brons í Meistaradeildinni

Tryggvi hlaut brons í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza léku í dag leik um bronsið í Meistaradeild evrópu gegn SIG Strasbourg. Leikurinn var alltaf í höndum Zaragoza sem unnu að lokum 89-77 sigur í þessum úrslitaleik um þriðja sætið og hljóta þar með verðlaun í þessari sterku keppni.

Á rúmum 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær fjórum stigum og tveimur fráköstum. Dylan Ennis var líkt og áður atkvæðamestur hjá Zaragoza.

Fyrrum félag Ægis Þórs Steinarssonar, San Pablo Burgos gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina með sigri á Pin­ar Kars­iyaka. Félagið hefur heldur betur verið á uppleið frá því Ægir kom liðinu upp í ACB deildina fyrir nokkrum árum.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -