Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 82-74.
Tryggvi átti flottan leik fyrir Bilbao, leiddi liðið í framlagi og skilaði 11 stigum, 9 fráköstum, stoðsendingu og 4 vörðum skotum á tæpum 23 mínútum spiluðum.
Eftir leikinn eru Tryggvi og félagar í 12. sæti deildarinnar með sex sigra og átta töp það sem af er deildarkeppni.