Tryggvi Snær Hlinason verður áfram með liði Casademont Zaragosa í spænsku ACB deildinni á komandi leiktíð. Tryggvi sem hefur leikið með Zaragosa síðustu tvö tímabil verður því afram hjá félaginu út árið 2023 en samningurinn er til tveggja ára.
✍️ ¡Seguirá haciéndose enorme en la pintura maña!
— Liga Endesa (@ACBCOM) August 19, 2021
Tryggvi Hlinason y @CasademontZGZ amplían su vinculación hasta 2️⃣0️⃣2️⃣3️⃣, con opción a extenderla una temporada más. #MercadoACB#LigaEndesa pic.twitter.com/07YmdrgiWC
Þessi 24 ára miðherji hefur heldur betur sprungið út hjá Xaragosa sen á síðustu leiktíð var hann með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik auk þess að vera með eina bestu skotnýtingu leikmanna í deildinni. Hann var valinn leikmaður 20. umferðar þegar hann var með 24 stig, 9 fráköst og 33 framlafsstig í sigri á Fuenlabrada.
Tryggvi lenti í gærkvöldi á Spáni eftir landsliðsverkefnið með Íslenska landsliðinu er liðið mætti Danmörku og Svartfjallalandi. Tryggvi var að vanda í lykilhlutverki er liðið tryggði sig áfram í næstu umferð undankeppni HM 2023 þar sem hann var með 15,8 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í þessum fjórum leikjum.
Fyrir spænskumælandi má finna viðtal við Tryggva hér að neðan en óhætt er að segja að miðherjinn sé orðinn skrambi slunkinn í spænskunni. Jafnvel mætti halda því fram að hann sé besti Bárðdælingurinn í spænsku.