spot_img
HomeFréttirTryggvi ekki valinn

Tryggvi ekki valinn

 

Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason var ekki valinn í NBA nýliðavalinu í nótt. Hann var á meðal fjölda leikmanna sem talið var líklegt að valin yrðu í NBA lið í nótt. Eftir langa nótt er nú ljóst var ekki á meðal leikmanna sem voru valdir.

 

Stuttur ferill Tryggva Hlinasonar hefur verið ótrúlegur en hann byrjaði að leika körfubolta fyrir nærri fimm árum. Tryggvi sem alinn er upp í Svartárkoti í Bárðardal hóf að leika með Þór Akureyri fyrir tilstilli góðra manna þar í bæ.

 

Hann samdi við lið Valencia á Spáni og lék þar í ACB deildinni og Euroleague á nýliðinni leiktíð. Tryggvi hlaut verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í A-deild Evrópumóts U20 landsliða fyrir ári síðan. Þar var hann valinn í úrvalslið mótsins og var þar valinn fram yfir leikmenn sem enduðu í nýliðavalinu í kvöld.

 

Strax í framhaldi af U20 mótinu fóru fjölmiðlar erlendis að vekja athygli á Tryggva og var hann kominn á Mock draft fyrir nýliðavalið í ár strax þá. Fyrir nokkru var svo ljóst að Tryggvi yrði á meðal nafna í hattinum í kvöld er NBA nýliðavalið fer fram.

 

Því miður var nafn hans ekki kallað í kvöld. Fyrir íslenska aðdáendur þá þurfa þeir ekki að örvænta því NBA lið geta enþá samið við hann á næstunni og næstu ár. 

Fréttir
- Auglýsing -