Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza töpuðu í framlengdum leik í kvöld fyrir Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni, 80-83.
Eftir leikinn er Zaragoza í 15.-17. sæti deildarinnar með 33 stig líkt og Urbas Fuenlabrada og Morabanc Andorra. Zaragoza hefðu með sigri í kvöld náð að tryggja sig endanlega frá falli úr deildinni, en þeir þurfa nú hagstæð úrslit í lokaumferðinni til þess að vera öruggir um að halda sér í deildinni á næsta tímabili.
Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 4 stigum og 8 fráköstum.
Aðeins einn deildarleikur er eftir hjá Tryggva og Zaragoza, en hann er þann 14. maí gegn Murcia.