spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaTryggðu sig í úrslitaeinvígið ,,Við viljum vinna titla"

Tryggðu sig í úrslitaeinvígið ,,Við viljum vinna titla”

Fylkir og Vestri mættust í undanúrslitum annarrar deildar karla í gærkvöldi í Árbænum.

Heimaliðið vann báða leikina þegar þessi lið mættust í deildarkeppninni og því var búist við spennandi leik.

Fylkir byrjaði leikinn betur og komust í 10-0 eftir tæpar tvær mínútur. Þá tók Birgir Örn Birgisson þjálfari Vestra leikhlé og þeir náðu að stöðva blæðinguna. Daníel Wale Adeleye kom inná og skoraði fyrstu átta stig Vestra í leiknum. Þrátt fyrir bætingu í leik gestanna náðu þeir aldrei að minnka forskotið neðar en 5 stig og staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-18 fyrir Fylki.

Annar leikhluti var jafn framan af en um miðjan leikhlutann tóku Fylkir yfir leikinn. Gestirnir áttu einstaklega erfitt með vítaskotin í fyrri hálfleik sem reyndist vera ansi dýrt. Stigaskorið var að dreifast frekar jafnt hjá Fylki en stigahæstur í hálfleik var Þórarinn Gunnar Óskarsson með 15 stig.

Fylkismenn náðu að dreifa mínútunum vel í seinni hálfleik en héldu forystunni alltaf yfir 20 stigum og enduðu á að vinna með 30 stigum, 118-88.

Nú tekur við úrslitaeinvígi hjá Fylki og Aþenu/Leikni sem hefst strax í Fylkishöllinni.

Fréttir
- Auglýsing -